Afhending

Þær afhendingarleiðir sem að eru í boði fyrir White Box viðskiptavini eru að þú getur sótt vörur gjaldfrjálst í vöruhús Gorilla, fengið hraðsendingu (express) í heimsendingu hérna á höfuðborgarsvæðinu eða sótt á næstu flytjanda stöð á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

Sækja í Gorilla vöruhús: 0 kr

Alltaf er gjaldfrjálst að sækja pöntun í vöruhús okkar hjá Gorilla, Vatnagörðum 22 - 104 Reykjavík milli kl 12 og 17 virka daga. Viðskiptavinir fá póst þegar pöntun er tilbúin til afhendingar.

 

Express heimsending á höfuðborgarsvæðinu: 1200 kr

Pöntun afhent samdægurs ef pantað fyrir kl 12:00. Keyrt út kl. 17-22 með TVG-Xpress

 

Sending utan höfuðborgarsvæðis: 990 kr

Sent á næstu Flytjandastöð, venjulega tilbúið til afhendingar næsta virka dag. Viðskiptavinir fá SMS þegar pöntun er komin. Sjá Flytjandastöðvar: https://www.eimskip.is/thjonusta/akstur-innanlands/afgreidslustadir-og-ferdaaaetlun/

Ef þú þarft að hætta við staðfesta pöntun!

 

Ef þú þarft að hætta við pöntun eftir að hafa farið í gegnum staðfestingarferlið í vefverslun þá þarftu að senda á okkur póst á whitebox@whitebox.is

Þú færð pöntunina endurgreidda að fullu. Athugasemd um að þú hafir hætt við pöntun þarf að koma sama dag og pöntun er gerð.

 

Ef pöntun er farin í póst þá þarf viðskiptavinur að greiða sendingargald, kjósi hann að hætta við pöntunina.

Endurgreiðsla á sér ekki stað fyrr en að varan hefur skilað sér aftur til okkar.

 

Röng vara afhent

 

Komi til þess að viðskiptavinur fái vitlausa vöru afgreidda endurgreiðum við vöruna að fullu ásamt sendingarkostnaði eða sendum viðskiptivini rétta vöru eftir að varan hefur skilað sér til okkar.

 

Viðskiptavinur vill skipta vöru

 

Ef viðskiptavinur vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til okkar óopinni og ónotaðri innan 5 daga við afhendingu. Við endurgreiðum vöruna að fullu en viðskiptavinur kemur til með að greiða sendingarkostnaðinn ef viðkomandi þarf að senda vöruna til baka.

Search